
Hlaupa, hlaupa, frjósa "dans"
Tónlistin sem við notum hérna er alveg fullkomin fyrir hreyfingu og dans úti. Á góðum sólskinsdegi (og reyndar líka í rigningu) er þessi dans alveg í uppáhaldi hjá mér eins enfaldur og han er: hlaupa, frjósa og snúast. Í staðinn fyrir að dilla okkur bara á staðnum og „frjósa“ fékk ég einn daginn þá hugdettu brjóta aðeins upp með því að hlaupa um garðinn við tónlistina. Öll börnin eltu mig í halarófu og okkur fannst þetta svakalega gaman - og síðan þá hefur það verið eina rétta leiðin til að nota dansinn.
Myndskeið
Lagið á Spotify
Lagið er eftir Hap Palmer og heitir á ensku Wiggi Wiggles Freeze Dance, en útgáfan sem ég nota er án söngs og má finna hér á Spotify.
Síðast breytt
Síða stofnuð