Skrímslafjör

WAAAAHH! SKRÍMSLIN KOMA! Þriggja ára börnin skemmtu sér konunglega við að leika skrímsli í danstímanum í dag. Undirspilið sem ég notaði heitir "Listen and Move" og er frá Greg & Steve. Sex mismunandi tóndæmi leiða litlu skrímslin áfram og alltaf þegar tónlistin stoppar, þá frjósum við. Auk þess að öskra (sem þau gera auðvitað hvenær sem færi gefst), þá þurfa skrímslin að labba, hristast, læðast, hlaupa, snúast og hoppa eftir því sem tónlistin segir.

Greg & Steve hafa gert mikið af tónlist og leikjum sem henta vel fyrir leikskólabörn - sjá t.d. Dansaðu við bangsann þinn. Lagið sem ég nota við skrímsladansinn er á þessum safndiski, en það er líka hægt að finna það á YouTube með því að leita að Steve and Greg og Listen and Move.

Síðast breytt
Síða stofnuð