Við erum í kafi

Bjarki fór í sund með pabba sínum. Þeir voru að leika sér að því að vera í kafi. Áður en þeir köfuðu töldu þeir saman: 10-20-30 ... og upp í 100. Þegar þeir komu heim bjuggu þeir saman til þetta litla lag.

Við erum í kafi,
ég er betri en þú!
Hoppum og teljum
upp í hundrað nú!
10-20-30-40-50-60-70-80-90-100!

Síðan heldur maður fyrir nefið og heldur niðri í sér andanum eins lengi og maður getur, og andar svo hátt út, helst með smá frussi...

Hér er Bjarki að syngja lagið.

Síðast breytt
Síða stofnuð